Notaðar eru eldspýtur til að búa til myndir eins og hér til hliðar. Ef haldið er áfram á sama hátt, hvað þarf þá margar eldspýtur til að búa til svona mynd með 10 eldspýtur á hverri hlið?
Athugum að við getum búið til myndina með hliðarlengd n út frá mynd með hliðarlengd n−1 með því að raða þríhyrningum sem eru búnir til úr þremur eldspýtum á hvern punkt á einni hliðinni sem hefur lengd n−1. Ef an táknar fjölda eldspýta sem þarf til að búa til mynd með hliðarlengd n, þá er því an=an−1+3(n−1). Fáum að a10=a9+3⋅9=a8+3⋅8+3⋅9=⋯=a1+3⋅(2+3+⋅+10)=3⋅(1+2+⋯+10)=3⋅5⋅11=150+15=165.