Tveir hringir í sléttu hafa sama geisla og miðpunktur hvors hrings
liggur á hinum hringnum. Ef geislinn er jafn 1, þá er flatarmál svæðisins
sem er innan í báðum hringunum jafnt:
Lausn
Látum $A$ og $B$ tákna miðpunkta hringanna og $C$ vera annan skurðpunkta
þeirra. Þá er þríhyrningurinn $ABC$ jafnhliða því allar hliðar hans eru
geislar hringanna. Táknum flatarmál hringgeirans sem hornið $\angle ABC$
spannar með $F_{AC}$ og flatarmál hringgeirans sem hornið $\angle BAC$ spannar
með $F_{BC}$. Þar sem þríhyrningurinn $ABC$ er jafnarma er
$F_{AC}=F_{BC}$ sjöttihluti flatarmáls hvors hrings eða $\frac{\pi}{6}$.
Flatarmál þríhyrningsins $ABC$ er $\frac{1}{2}\cdot
\frac{\sqrt{3}}{2}\cdot 1=\frac{\sqrt{3}}{4}$. Þá er flatarmálið sem er
innaní báðum hringunum $4\cdot
\frac{\pi}{6}-2\cdot\frac{\sqrt{3}}{4}=\frac{2\pi}{3}-\frac{\sqrt{3}}{2}$