Loading [MathJax]/jax/output/HTML-CSS/fonts/TeX/fontdata.js
Skip to Content

Dæmi 2. Úrslitakeppni 1992-93

Gefnar eru sex fullyrðingar:

(a) Allar fullyrðingarnar hér að neðan eru sannar.
(b) Engin fullyrðinganna hér að neðan er sönn.
(c) Allar fullyrðingarnar hér að ofan eru sannar.
(d) Ein fullyrðinganna hér að ofan er sönn.
(e) Engin fullyrðinganna hér að ofan er sönn.
(f) Engin fullyrðinganna hér að ofan er sönn.

Hverjar fullyrðinganna eru sannar?

Dæmi 3. Úrslitakeppni 1992-93

Sýnið að 2n gengur upp í (n+1)(n+2)(2n) fyrir allar náttúrulegar tölur n.

Dæmi 4. Úrslitakeppni 1992-93

Tiltekið leyndarmál felst í n ólíkum staðreyndum. Í hópi n manna veit hver sinn hluta af leyndarmálinu. Mennirnir skrifast á og í hverju bréfi upplýsir sendandi allt sem hann veit þá um leyndarmálið. Hver er minnsti fjöldi bréfa sem senda þarf þar til allir í hópnum þekkja alla hluta leyndarmálsins?

Dæmi 5. Úrslitakeppni 1992-93

Gefnar eru rauntölur x,y,z>0 þannig að x+y+z=1. Sýnið að (1+1x)(1+1y)(1+1z)64.

Dæmi 6. Úrslitakeppni 1992-93

Fjarlægð milli mótlægra hliða í reglulegum áttflötungi er d. Hver er lengd kantanna? (Reglulegur áttflötungur hefur sex horn, átta hliðar og tólf kanta. Hliðarnar eru jafnstórir jafnhliða þríhyrningar. Myndirnar sýna reglulegan áttflötung, á annarri myndinni er hann gegnsær en á hinni ekki.)

Dæmi 9. Neðra stig 1992-93

Flatarmál stærsta þríhyrnings sem má innrita í hálfhring með geisla r er

Dæmi 10. Neðra stig 1992-93

Allar heilu tölurnar frá 1 og upp í 1.000.000 eru prentaðar út. Hve oft kemur tölustafurinn 5 fyrir?

Dæmi 5. Neðra stig 1992-93

Þríhyrnt tún með hliðarlengdir 200 m, 200 m og 300 m er girt. Á milli girðingarstaura eru 5 m. Hversu marga staura þarf?

Dæmi 6. Neðra stig 1992-93

Þegar (x1+y1)1 er einfaldað sést að þessi stærð er jöfn

Dæmi 7. Neðra stig 1992-93

Gefnar eru n tölur, ein er jöfn 11n og hinar eru allar jafnar 1. Hvert er meðaltal talnanna?

Syndicate content