Á þremur skerjum sitja $15$ svartbakar og $14$ hettumávar. Á hverju skeri eru að minnsta kosti $4$ svartbakar og $2$ hettumávar. Einnig eru annað hvort fleiri svartbakar en hettumávar á hverju skeri, eða þá að svartbakarnir og hettumávarnir eru jafn margir. Hver er mesti mögulegi fjöldi fugla á skeri?
Margfeldið
$$\left(1-\frac{1}{2^2}\right)\left(1-\frac{1}{3^2}\right)
\left(1-\frac{1}{4^2}\right)\cdots
\left(1-\frac{1}{199^2}\right)\left(1-\frac{1}{200^2}\right)$$
er jafnt og
Í þingflokki Bandalags framsækinna sjálfstæðra alþýðukvenna eru níu
konur. Á vegum þingflokksins starfa ýmsar nefndir:
Fjárhagsnefnd: Anna, Jóhanna og María. Sjávarútvegsnefnd: Anna, Björk og Sunna. Landbúnaðarnefnd: Dröfn, Erla og Sunna. Iðnaðarnefnd: Björk, Erla, Hrefna og Jóhanna. Viðskiptanefnd: Björk, Dröfn og Þóra.
Hver þingkona getur sökum anna bara sótt fund í einni nefnd á dag. Hver
er minnsti fjöldi daga sem dugar til að það náist að halda fundi í öllum
nefndunum?
Skurðgrafa er einn klukkutíma að grafa holu sem er $3$ metrar að lengd, $3$ metrar að breidd og $3$ metrar að dýpt. Hve lengi eru tvær samskonar gröfur sem vinna á sama hraða að grafa holu sem er $6$ metra löng, $6$ metra breið og $6$ metrar djúp?
Í dag, $18$.október $1994$, er sólarupprás í Reykjavík kl.$8$:$26$ fyrir
hádegi og sólarlag kl.$5$:$59$ eftir hádegi. Í dag er sólin á lofti í Reykjavík í