Hornin $\angle A B C$ og $\angle B C D$ eru bæði $90^\circ$. Lengd striksins $d$, sem er hornrétt á $B C$, er
Látum $P$ vera skurðpunkt strikanna $A C$, $B D$ og látum $Q$ vera fótpunkt lóðlínunnar á $B C$ í gegnum $P$. Þá er $d=|P Q|$. Setjum $x=|B Q|$. Nú eru þríhyrningarnir $B P Q$ og $B D C$ einslaga því hornin $\angle P B Q$ og $\angle D B C$ eru jafn stór og hornin $\angle P Q B$ og $\angle D C B$ eru bæði rétt. Því er $\frac{d}{x}=\frac{20}{10}=2$. Eins eru þríhyrningarnir $C P Q$ og $C A B$ einslaga svo að $\frac{d}{10-x}=\frac{30}{10}=3$. Þá er $d=30-3x=30-\frac{3}{2}d$ svo að $d=\frac{2}{5}\cdot 30=12$.