Á myndinni má sjá sex mismunandi aðferðir til að pakka saman sex gosdrykkjadósum. Utan um dósirnar er bundinn þráður sem teygist ekki. Í sumum tilvikum hefur þráðurinn utan um dósirnar
sömu lengd. Í hve mörgum tilvikum fáum við minnstu mögulegu lengd?
Lausn
Byrjum á að athuga að á hverri mynd er sá hluti bandsins sem liggur upp
að dósunum samtals ummál einnar dósar. Okkur nægir því að athuga lengd
beinu kaflanna sem liggja ekki upp að dósunum. Slíkur kafli milli
tveggja dósa sem snertast er alltaf $2 r$ að lengd þar sem $r$ er geisli
dósanna. Þar sem dósirnar eru allar í röð eru $10$ slíkir kaflar en $6$ á öllum hinum myndunum nema þeirri þar sem fimm dósum er raðað í kringum eina. Þar eru $4$ slíkir kaflar og einn að auki.
Ef við sýnum að lengd fimmta kaflans er minni en $4 r$, þá er ljóst að minnsta lengdin á snærinu fæst með slíkri pökkun. En nú er lengd þess kafla jöfn tvöfaldri hæðinni í jafnhliða
þríhyrningi með hliðarlengdir $2 r$ sem er augljóslega minna en tvöföld
hliðarlengd þríhyrninganna eða $4 r$. Við fáum því minnstu mögulegu lengd í aðeins einu tilfelli.