Maur vill komast frá horni $A$ til horns $B$ á rétthyrndum kubbi með hliðarlengdir 2, 4 og 8, eins og sýnt er á myndinni. Hve löng er stysta leiðin sem hann getur farið?
Fletjum kubbinn út eins og sýnt er á myndinni. Maurinn getur valið um hvort hann hefur gönguna í punktinum $A$ eða í punktinum $A\prime$. Stysta leiðin milli $A$ og $B$ er lengd striksins $A B$ eða $\sqrt{4^2+10^2}=\sqrt{116}$ sem er stærri en lengd striksins $A\prime B$ sem er $\sqrt{6^2+8^2}=\sqrt{100}=10$. Lengd stystu leiðar sem maurinn getur farið er því $10$.