Gerum ráð fyrir að $a$, $b$ og $c$ séu þrjár núllstöðvar (rætur) margliðunnar $p(x)=x^3-19x^2+26x-2$. Reiknið út stærðina $$ \frac{1}{a}+\frac{1}{b} +\frac{1}{c}. $$
Við höfum að $$ \begin{aligned} x^3-19x^2+26x-2&=(x-a)(x-b)(x-c)\\ &=x^3-(a+b+c)x^2+(ab+bc+ac)x-abc. \end{aligned} $$ Sjáum þá að $a b c=2$, $a b+b c+a c=26$ og $a+b+c=19$. Þá er $$\frac{1}{a}+\frac{1}{b}+\frac{1}{c}=\frac{a b+b c+a c}{a b c}=\frac{26}{2}=13.$$