Gefnar eru $52$ heiltölur. Sýnið að meðal þeirra séu tvær tölur, þannig að $100$ gangi annað hvort upp í summu eða mismun þeirra.
Skrifum tölurnar $x_1,x_2,\ldots, x_{52}$ á 52 miða og stillum 51 skúffu upp fyrir framan okkur sem við númerum frá 0 og upp í 50. Látum $r_j$ vera afganginn þegar við deilum 100 í $x_j$. Þá er $0\leq r_j \leq 99$. Við setjum nú miðann með $x_j$ í skúffu $r_j$ ef $r_j\leq 50$ en í skúffu $100-r_j$ ef $r_j\gt 50$. Þá fer til dæmis $x_j$ í skúffu $50$ ef $r_j=50$ og í skúffu $49$ ef $r_j=49$ eða $r_j=51$.
Nú eru miðarnir $52$ talsins en skúffurnar aðeins $51$. Því hljóta tveir miðar að lenda í sömu skúffunni. Segjum að það séu miðarnir með tölunum $x_j$ og $x_k$. Ef $r_j=r_k$, þá gengur 100 upp í $x_j-x_k$ en ef $r_j\neq r_k$, þá er $r_j+r_k=100$ og því gengur 100 upp í $x_j+x_k$.