Ef það eru fimm sunnudagar í desember, þá gæti aðfangadagur verið á
Í desembermánuði eru $31$ dagur en fjöldi daga milli fimm sunnudaga, að þeim báðum meðtöldum, er $29$. Því er einhver af síðustu þremur dögunum í mánuðnum sunnudagur og því ber $31$. desember upp á einhvern af dögunum sunnudag, mánudag eða þriðjudag. En aðfangadagur er nákvæmlega viku á undan $31$. desember svo aðfangadag ber einnig upp á sunnudag, mánudag eða þriðjudag. Af þeim valmöguleikum sem gefnir eru kemur því sunnudagur einn til greina.