Skip to Content

Dæmi 14. Neðra stig 1994-95

Í þingflokki Bandalags framsækinna sjálfstæðra alþýðukvenna eru níu konur. Á vegum þingflokksins starfa ýmsar nefndir:

Fjárhagsnefnd: Anna, Jóhanna og María.
Sjávarútvegsnefnd: Anna, Björk og Sunna.
Landbúnaðarnefnd: Dröfn, Erla og Sunna.
Iðnaðarnefnd: Björk, Erla, Hrefna og Jóhanna.
Viðskiptanefnd: Björk, Dröfn og Þóra.



Hver þingkona getur sökum anna bara sótt fund í einni nefnd á dag. Hver er minnsti fjöldi daga sem dugar til að það náist að halda fundi í öllum nefndunum?