Processing math: 100%
Skip to Content

Látum A vera rauntalnamengi. Rauntalan U kallast yfirtala mengisins A ef fyrir öll xA gildir að xU. Ef A hefur a.m.k. eina yfirtölu er sagt að það sé takmarkað að ofan.

Dæmi:   Látum A vera rauntalnamengi með endanlega mörg stök. Þá hefur A stærsta stak S og allar rauntölur sem eru stærri en eða jafnar því, t.d. S, S+1 og S+π, eru yfirtölur þess. Því er A takmarkað að neðan.

Dæmi:   Ekkert mengjanna N, Z, Q og R er takmarkað að ofan því ekkert þeirra hefur yfirtölu.

Dæmi:   Fyrir sérhver a og b úr R með a<b eru bilin [a,b], [a,b[, ]a,b], ]a,b[, ],b] og ],b[ öll takmörkuð að ofan því t.d. hafa þau yfirtöluna b+1.