Miðstreng AC í hring er skipt í fjögur jafnlöng strik með P, M og Q. Dregin er lína um P sem sker hringinn í B og D þannig að 2|PD|=3|AP|. Hvert er flatarmál ferhyrningsins ABCD ef flatarmál þríhyrningsins ABP er 1?
Sé fótstigi reiðhjóls snúið um einn hring þá færist reiðhjólið áfram um 6 metra. Á fremra tannhjóli eru 40 tennur og á því aftara 15 tennur. Ef skipt er um tannhjól þannig að það fremra hafi 60 tennur og það aftara 20, hversu langt fer þá reiðhjólið ef fótstiginu er snúið einn hring?
Verktaki segist ljúka ákveðnu verki á þremur dögum með tilteknum fjölda véla. Ef þremur vélum er bætt við lýkur verkinu á tveimur dögum. Hve marga daga þarf hann til þess að ljúka verkinu ef ein vél er notuð?