Margfeldið
$$\left(1-\frac{1}{2^2}\right)\left(1-\frac{1}{3^2}\right)
\left(1-\frac{1}{4^2}\right)\cdots
\left(1-\frac{1}{199^2}\right)\left(1-\frac{1}{200^2}\right)$$
er jafnt og
Í þingflokki Bandalags framsækinna sjálfstæðra alþýðukvenna eru níu
konur. Á vegum þingflokksins starfa ýmsar nefndir:
Fjárhagsnefnd: Anna, Jóhanna og María. Sjávarútvegsnefnd: Anna, Björk og Sunna. Landbúnaðarnefnd: Dröfn, Erla og Sunna. Iðnaðarnefnd: Björk, Erla, Hrefna og Jóhanna. Viðskiptanefnd: Björk, Dröfn og Þóra.
Hver þingkona getur sökum anna bara sótt fund í einni nefnd á dag. Hver
er minnsti fjöldi daga sem dugar til að það náist að halda fundi í öllum
nefndunum?
Reipi er skorið í tvennt á stað, sem er valinn af handahófi. Hver eru líkindi þess, að lengri búturinn sé að minnsta kosti tvöfalt lengri en sá styttri?
Verktaki segist ljúka ákveðnu verki á þremur dögum með tilteknum fjölda véla. Ef þremur vélum er bætt við lýkur verkinu á tveimur dögum. Hve marga daga þarf hann til þess að ljúka verkinu ef ein vél er notuð?