Tiltekið leyndarmál felst í $n$ ólíkum staðreyndum. Í hópi $n$ manna veit hver sinn hluta af leyndarmálinu. Mennirnir skrifast á og í hverju bréfi upplýsir sendandi allt sem hann veit þá um leyndarmálið. Hver er minnsti fjöldi bréfa sem senda þarf þar til allir í hópnum þekkja alla hluta leyndarmálsins?
Fjarlægð milli mótlægra hliða í reglulegum áttflötungi er $d$.
Hver er lengd kantanna? (Reglulegur áttflötungur hefur sex horn, átta
hliðar og tólf kanta. Hliðarnar eru jafnstórir jafnhliða
þríhyrningar. Myndirnar sýna reglulegan áttflötung, á annarri myndinni er
hann gegnsær en á hinni ekki.)