Skip to Content

Margföldun falla er reikniaðgerð sem úthlutar föllunum $f: X \to \mathbb{R}$ og $g: X \to \mathbb{R}$ fallinu $(f \cdot g): X \to \mathbb{R}$ með forskriftina \[ (f \cdot g)(x) = f(x) \cdot g(x). \] Fallið $(f \cdot g)$ kallast margfeldi fallanna $f$ og $g$.

Dæmi:  

  • Látum $f, g: \mathbb{R} \to \mathbb{R}$ vera föll með forskriftirnar $f(x) = 4x+3$ og $g(x) = x^2+1$. Þá er margfeldi fallanna $f$ og $g$ fallið $(f \cdot g): \mathbb{R} \to \mathbb{R}$ sem hefur forskriftina \[ (f \cdot g)(x) = f(x) \cdot g(x) = (4x+3) \cdot (x^2+1) = 4x^3 + 4x + 3x^2 + 3 = 4x^3 + 3x^2 + 4x + 3. \]